Vissir þú að fyrstu hrukkurnar til að myndast eru yfirleitt á hálsi? Með 3xHálspakkanum herjar þú á fínar línur og þrjóskar hrukkur á hálsi með þriggja þrepa húðumhirðu. Hann inniheldur þrjár vörur sem hámarka árangur þinn að sléttara og ljómandi hálssvæði.
Hálsplásturinn vefur sig þægilega utan um hálsinn og hjálpar þannig til við að koma í veg fyrir að húðin krumpist og að láréttar línur og hrukkur myndist. Hrukkur á hálsi vilja oft vera með þeim fyrstu sem myndast því hálsinn á það til að gleymast hjá okkur í húðumhirðunni. Hálsplásturinn hjálpar til í þeirri baráttu á skömmum tíma.
Morning After Glow er frískandi serum sem hjálpar til við að vinna gegn öldrun húðarinnar.
Serumið inniheldur andoxunarefni ásamt nauðsynlegum fitusýrum sem hjálpa til við að draga úr fínum línum og hrukkum. Jafnframt stuðlar það að réttu rakajafnvægi, ljóma og þéttleika húðarinnar.
Sílikonplástra sápan er sérstaklega hönnuð til þess að þrífa sílikonplástrana án þess að brjóta niður á þeim límið og því mikilvægt að notast ekki við aðrar sápur eða hreinsiefni. Til að viðhalda gæðum og hámarka endingu plástrana er best að þrífa þá með sápunni einu sinni í viku eða eins oft og þér þykir þurfa.