Frí heimsending með dropp ef verslað er fyrir 15þúsund!

         Frí heimsending með dropp ef verslað fyrir 15.000 kr

Algengar spurningar

Sílikonplástrar

Plástrarnir okkar eru gerðir úr 100% hágæða læknasílikoni – læknasílikonið er ástæða þess að þú sérð mun á aðeins einni nóttu eða jafnvel aðeins nokkrum klukkustundum. Plástarnir okkar eru ekki ofnæmisvaldandi. Þeir innihalda engin aukaefni, ekkert latex, engin paraben og engin eiturefni!

Plástarnir okkar eru þróaðir með sömu aðferðum og læknasílikon sem notað er á ör. Það kemur því ekki á óvart að lýta- og húðlæknar ásamt sérfræðingum um allan heim sem þekkja ávinning þess á húðina, mæli með þeim! Um leið og plástrarnir eru settir á, koma þeir í veg fyrir að húðin krumpist eða hrukkist meðan þú sefur eða yfir daginn. Plástrunum er haldið á sínum stað – þægilega og örugglega með mildu lími, sem heldur húðinni sléttri þannig að nýjar hrukkur og línur geti ekki myndast.

Hrukkur geta myndast á mismunandi vegu, en svefnlínur sem verða til meðan við sofum á hlið eða á maganum og þær óhjákvæmilegu hrukkur sem myndast við svipbrigði eru meðal þeirra algengustu.
Plástarnir eru einnig gæddir þeim eiginleikum að viðhalda rakastigi húðarinnar sem er einn mikilvægasti þáttur þess að halda húðinni unglegri.

Flestir sjá niðurstöður eftir aðeins fyrstu notkun! Það er vegna þess að húðin hefur ekki færi á því að krumpast eða hrukkast á meðan plástrarnir eru notaðir. Langtíma notkun hefur þó langmest að segja og mælum við enn frekar með að þú notir þá yfir nótt fremur en í styttri tíma yfir daginn til að sjá sem mestan árangur.

Sílikonplástrarnir eru fyrir alla. Alla þá sem vilja leiðrétta eða fyrirbyggja fínar línur eða hrukkur á svæðum eins og bringu, hálsi, augnsvæði, í kringum munninn, enni og já líka á höndunum.
Plástrarnir eru öruggir til notkunar fyrir þungaðar konur og konur með börn á brjósti. Það er einnig hægt að nota plástrana á ör og slit svo þau verði sem minnst sýnileg.

Límið er gert úr 100% læknasílikoni rétt eins og plástrarnir, það er ástæða þess að plástarnir eru ekki ofnæmisvaldandi. Ekkert latex, engin paraben og engin eiturefni!

Þrátt fyrir að plástrana skuli nota á alveg hreina og þurra húð þýðir það ekki að þú þurfir að breyta húðumhirðunni algjörlega!

Gerðu plástrana að hluta í ferlinu, haltu vanabundinni húðrútínu yfir daginn og settu upp plástrana á kvöldin fyrir svefn. Sé einhver vara þér ómissandi í rútínunni fyrir svefn, mælum við með að nota þá vöru og plástrana til skiptis. Einnig er hægt að nota vörur í kringum plástrana. Prófaðu þessa aðferð í mánuð, þegar þú sérð og upplifir muninn á húðinni munt þú ekki hafa áhyggjur lengur.

Hver pakki af plástrum gefur þér mismargar notkanir. Litlu pakkningarnar gefa allt frá 5-8 skipti í notkun en stóru pakkningarnar allt að 15-20 skipti. Húðgerðir okkar eru mismunandi og getur það haft áhrif á hversu oft hvern plástur er hægt að nota. Mikilvægt er að hafa í huga að hver pakki gefur þér allt að 15-20 skipti, en ekki endilega hver plástur í pakkningunni. Andlitsplástrarnir eru sem dæmi mun þynnri en bringu- og hálsplástrarnir. Ef þér finnst þú ekki fá nóg út úr plástrunum þínum gæti húðgerð spilað inn í eða umhirða og þvottur plástranna sem er mjög mikilvægur.

Líkt og um flestar húðvörur gildir það sama, því oftar sem þú notar – því betri árangur. Plástrana má nota á hverjum degi og í nokkrar klukkustundir í senn því engin ertandi efni eru í plástrunum. Það er því algjörlega undir þér komið hversu oft og lengi þú vilt nota plástrana. Allur gangur er á notkun, margir  kjósa að nota plástrana aðeins kvöldið fyrir einstök tilefni, aðrir kjósa að nota þá öll kvöld til að fá sem mestan árangur. Mjög gott er að nota plástrana sem undirbúning fyrir húðina fyrir farða, augnplástrarnir henta einstaklega vel í fyllingu undir augun. Langvarandi notkun skilar þó bestum árangri.

Silicone Patch Cleanser, sápuna okkar. Aðrar hreinsivörur skal ekki nota til þess að þrífa plástrana. Sápan okkar er sérstaklega hönnuð til þess að fjarlæga agnir af húðvörum, snyrtivörum, dauðar húðfrumur og húðfitu án þess að brjóta niður límið. 

Vertu viss um að þú hafir fjarlægt plastfilmuna af plástrinum. Filman er skorin nákvæmlega meðfram plástrinum og því margir sem átta sig ekki á henni. Vertu viss um að húðin sé alveg laus við olíur, serum, krem og að hún sé alveg þurr áður en þú setur plásturinn því annars getur límið brotnað niður. Hafir þú notað plástrana nokkrum sinnum gæti dugað að þrífa þá með Silicone Patch Cleanser sápunni, ef ekki er mögulega er kominn tími á að endurnýja plástrana!

Andlit okkar eru mismunandi af stærð og gerð og því er erfitt að búa til eina stærð sem hentar öllum. Það er þó ekki vandi ef plásturinn er of stór. Það er einfalt mál að klippa þá til. Við mælum með því að klippa þá til áður en þú tekur plastfilmuna af plástrinum.

Það veltur mikið á húðgerð. Margir nota augnplástrana mikið til að fríska uppá svæðið í 20 mínútur áður en farðinn er settur á. Margir nota munnplásturinn í 1-2 klukkustundir yfir daginn með góðum árangri. Grundvallaratriðið er að því oftar og lengur sem þú notar plástrana, því betri árangur!

Plástrarnir hafa ekki tímaramma á geymsluþoli. Þeir eru gerðir úr 100% læknasílikoni og innihalda þar af leiðandi engin aukaefni. Þeir eru því ekki bundnir við neinar dagsetningar.

Sápa og serum

1.  Þvottur: Skolaðu plásturinn með volgu vatni. Settu lítið magn af sápu á puttann og nuddaðu á límhlið plástursins.
 Skolaðu sápuna af.

2. Þurrkun: Leggðu plásturinn niður á pappaspjaldið sem fylgdi með pakkningunni og láttu hann liggja þar til hann hefur þornað.

3. Geymsla: Þegar plásturinn er orðinn alveg þurr, hefur límið náð sömu festu aftur. Geymdu plásturinn á spjaldinu sem fylgdi með pakkningunni þar til þú notar hann næst.

Sápan er hreinsiefni fyrir plástrana og flokkast því ekki sem snyrtivara. Það er því ekki tímarammi fyrir geymslu eða notkun á þessari vöru.

Geymsluþol serumsins er 12 mánuðir frá því að það hefur verið opnað.

Maskar

InfuseFAST™ maskarnir eru klínískir andlitsmaskar og því ekki sambærilegir öðrum og ódýrari vörum. Þeir innihalda einstaka blöndu af 22+ efnum, þar á meðal virk efni gegn öldrun húðar, andoxunarefni, peptíð og náttúruleg aukaefni sem draga úr fínum línum, hrukkum og jafna húðlit. Maskarnir eru ekki einungis þægilegir í notkun, heldur fljótvirkir, umhverfisvænir og brotna niður náttúrulega innan tveggja mánaða frá notkun.

InfuseFAST™ maskarnir eru einnota. Hins vegar innihalda þeir ríkt magn af serumi – 20ml og 25ml. Við mælum með að nudda afgangi þess í andlitið og á líkamann eftir notkun.

Mælt er með því að nota vöruna 1-2 sinnum í viku. Þannig viðheldur þú virkni serumsins í möskunum og gerir því kleift að streyma enn dýpra inn í húðina.

Biocellulose (sellulosi) hefur marga kosti umfram önnur efni. Hann er eiturefnalaus, meðan önnur efni sem oft eru notuð í maska innihalda oftast kemísk efni. Biocellulose er náttúrulegt efni gert úr fínum trefjum sem gerir serumi maskans auðveldara að komast dýpra inn í húðina þangað sem hefðbundnir maskar ná oftast ekki. Ólíkt öllum fjöldaframleiddum efnum er Biocellulose framleitt á rannsóknarstofu með gerjun. Efnið er umhverfisvænt og brotnar 100% niður náttúrulega innan tveggja mánaða frá notkun.

Maskarnir geymast í 3 ár, séu umbúðirnar óopnaðar.

Annað

Á meðan við sofum, liggjum við flest með andlitið klesst við koddann. Á meðan krumpast húðin og myndar svokallaðar svefnlínur. Við liggjum jafnvel klukkustundum saman án þess að skipta um stellingu. Þegar við erum ung hafa þessar svefnvenjur ekki varanlegar afleiðingar þar sem húðin inniheldur mikið magn kollagens sem stýrir teygjanleika húðarinnar. Húðin sléttist því aftur eftir að við förum á fætur. Hinsvegar þegar við eldumst fer kollagen framleiðslan smátt og smátt minnkandi. Þetta orsakar það að húðin slaknar, missir teygjanleikann og hefur meiri tilhneigingu til þess að hrukkast. Við það fara svefnlínurnar, sem áður reyndust ekki áhyggjuefni að gera sig varanlegar og dýpka svo með tímanum.

Til þess að útskýra nánar, þá byggir framúrskarandi virkni vöðvalömunarefnisins Bótoxs á hrukkur á því að stöðva síendurtekna vöðvasamdrætti við svipbrigði sem eru orsök þess að húðin hrukkast. Þegar vöðvasamdrátturinn er ekki lengur til staðar gefur það húðinni tíma til þess að lagfæra sig sjálf. 

Sílikonplástrarnir okkar eru gerðir úr 100% lækasílikoni og framleiddir af FDA viðurkenndri verksmiðju í Bandaríkjunum. Þar af leiðandi er barnshafandi konum og konum með börn á brjósti óhætt að nota þá. Allar aðrar vörur frá Wrinkles Schminkles innihalda engin eiturefni líkt og paraben eða litar- og ilmefni. Húð okkar er þó mis viðkvæm og sérstaklega á meðgöngu, við mælum því með að ráðfæra þig fyrst við lækni eða prófa vörurnar á litlu svæði í 1-2 klukkustundir til að sjá hvernig húðin bregst við áður en þú notar þær að fullu.

Sílikonplástarnir eru gerðir úr 100% hágæða læknasílikoni sem er þekkt sem óofnæmisvaldandi efni. Hinsvegar mælum við ekki með plástrunum sértu með þekkt ofnæmi fyrir kísil. Aðrar vörur frá okkur eins og maskarnir eru hentugar fyrir viðkvæma húð þar sem þær eru lausir við öll paraben, litar- og ilmefni. Hins vegar mælum við ekki með að þú notir þær ef þú ert með þekkt ofnæmi fyrir einhverjum innihaldsefnum þeirra.

Sílikonplástarnir okkar eru byggðir á sömu vísindum og innihalda sömu efni og notuð eru í sílikonplástra sem hjálpa skurðum og örum að gróa og jafna sig rétt. Við einfaldlega hönnuðum þykkari gerð sem vinnur betur á hrukkum og fínum línum.

Vörurnar okkar eru ekki prófaðar á dýrum og eru veganvænar líka. Eina varan sem inniheldur dýraafurð er InfuseFAST™ andlitsmaskinn en hann inniheldur sjávarkollagen.

Já við erum stolt af því að InfuseFAST™ maskarnir okkar eru allir umhverfisvænir og brotna 100% niður náttúrulega á einungis nokkrum vikum eftir notkun. Aðrar vörur eru að fullu endurvinnanlegar.!

Margir kjósa að nota fylliefni í andlitið en erfiðara er að meðhöndla hrukkur með fylliefnum á hálsi og bringu og því eru plástrarnir frábær viðbót með fylliefnum til að halda bringu og háls unglegum samhliða andliti. Plástrarnir eru hættulaus lausn við hrukkum á meðgöngu, fyrir konur sem eru að reyna verða þungaðar eða konur með barn á brjósti þegar ekki er mælt með fylliefnum.

Margir kjósa að fá sér aðeins lítið magn af fylliefnum, vilja halda í náttúrulegt útlit og tryggja að andlitshreyfingar eigi sér enn stað. Enni, augu og svæði í kringum munn eru algengustu svæðin sem fyllt er í. Þá er gott að nota plástrana samhliða sem hjálpa þér enn fremur að meðhöndla fínar línur og hrukkur. Línur og hrukkur eru að mestu leyti til komnar vegna endurtekinna andlitshreyfinga eða svefnstöðu.

Shopping Cart

Skráðu þig á póstlista Wrinkles Schminkles og fáðu 10% afslátt af fyrstu pöntun!