Frí heimsending með Dropp ef verslað er fyrir 15.000!

Search
Close this search box.

         Frí heimsending með dropp ef verslað fyrir 15.000 kr

Hvað er Wrinkles Schminkles?

Wrinkles Schminkles eru leiðandi á heimsvísu í meðferðum gegn öldrun húðar án inngrips, sem skila árangri! Vörumerkið leggur áherslu á árangur og vilja tryggja að þú sjáir og finnir mun eins fljótt og mögulegt er. 
Úrvalið sem Wrinkles býður upp á vinnur á helstu og algengustu svæðum þar sem fólk er helst að kljást við fínar línur og ótímabærar hrukkur. Svæði þessi eru; brjósta- og bringusvæði, augnsvæði, enni, svæði í kringum munn og varir, háls og meira að segja hendur!
Eitt af því sem einkennir Wrinkles vörurnar er hversu skjótum árangri þær skila á skömmum tíma.
Sá árangur er studdur með klínískum rannsóknum og hafa vörurnar jafnframt verið viðurkenndar af lýta- og húðlæknum víðsvegar um heiminn.

Wrinkles Schminkles er ástralskt fyrirtæki en plástrarnir eru framleiddir í Bandaríkjunum og er verksmiðjan vottuð af FDA (Food and Drug administration). Í Bandaríkjunum gilda strangar reglur er varða örugg efni, áreiðanlegt framleiðsluferli og vinnuumhverfi. Þeir standa framar en flest lönd hvað þessi atriði varðar. Wrinkles tryggja að viðskiptavinir, geti treysti því að fá áreiðanlega og skaðlausa vöru.

Wrinkles Schminkles eru helst þekkt fyrir plástrana sem gerðir eru úr 100% hágæða læknasílikoni. Þeir sýna fram á raunverulegan og skjótan árangur í baráttunni við öldrun húðar. Plástrarnir slétta úr fínum línum og hrukkum, bæði eftir nokkurra klukkustunda notkun yfir daginn eða yfir nótt meðan við sofum. Fegrunarðilar og húð- og lýtalæknar um allan heim hafa mælt með notkun þeirra.

 

Húð án plásturs

Húð með plástri

Okkur er ekki sama!

Vörurnar eru umhverfisvænar og aldrei prófaðar á dýrum, þær eru lífbrjótanlegar og/eða 100% endurvinnanlegar. Einnig eru vörurnar vegan og lausar við paraben og öll litar- og ilmefni. Eina varan sem ekki flokkast sem veganvæn er InfuseFAST™ andlitsmaskinn. Hann inniheldur sjávarkollagen.

Serum, sílikonplástrasápa og sílikonplástrar eru allt endurnýtanlegar og 100% endurvinnanlegar umbúðir. Umhverfisverndarsinnar hafa varað við neikvæðum áhrifum einnota snyrtivara á umhverfið. Þess vegna tryggjum við að einnota vörur, InfuseFAST™ maskarnir brotni niður að fullu í náttúrunni innan 8 vikna. 

Flestir maskar eru gerðir úr bómul, sem virðist brotna auðveldlega niður. Hins vegar eru þeir yfirleitt í bleyti úr efnum sem eru bæði ólífræn og ólífbrjótanleg sem gerir það að verkum að þeir brotna ekki svo auðveldlega niður. Aðrir maskar eru gerðir úr gerviefnum eins og nylon, sem brotna ekki niður. Maskarnir frá Wrinkles Schminkles eru úr Biocellulose efni sem er lífrænt, úr plöntum, lífbrjótanlegt og umhverfisvænt. Einnota vörur hafa veruleg mengunaráhrif, að skipta þeim yfir í sjálfbæra kosti er því frábært skref í húðrútínu okkar.

Wrinkles Schminkles eru nú í yfir 40 löndum og eru vörurnar samþykktar og vottaðar af eftirfarandi stofnunum og stimplum:

“Clean Beauty” er hreyfing sem hefur gjörbreytt snyrtivöruiðnaðinum til hins betra. Flestir eru því meðvitaðir um hvað þeir vilja setja á húðina sína. Hægt er að treysta því að vörurnar okkar innihaldi engin eiturefni og séu ekki skaðlegar fyrir húðina til lengri tíma, þær eru einmitt andstæðan!

65,6% viðskiptavina Wrinkles Schminkles velja fremur óofnæmisvaldandi vörur og 52,5% viðskiptavina telja sig vera með viðkvæma húð.

Ásamt því að vera 100% endurvinnanlegir eru sílikonplástrarnir okkar framleiddir á sama hátt og sílikon sem læknar og heilbrigðsgeirinn notar. Það þýðir að þeir eru óofnmænisvaldandi og erta ekki húðina svo nýbakaðar mæður og barnshafandi konur með viðkvæma húð geta notað þá líka!

InfuseFAST™ maskar og serumið okkar eru laus við paraben, litar- og ilmefnalaus!

Shopping Cart

Skráðu þig á póstlista Wrinkles Schminkles og fáðu 10% afslátt af fyrstu pöntun!