Wrinkles Schminkles sagan
Hvernig Wrinkles Schminkles varð til
Árið 2014 varð stofnandi Wrinkles schminkles, Gabrielle Requena vör við nýtt vandamál. Á bringu hennar voru farnar að myndast nýjar línur sem hún hafði ekki tekið eftir áður.
Hún leitaði víðsvegar lausna hvernig hægt væri að sporna gegn nýju óvelkomnu hrukkunum og komst að því að það voru nánast engar áhrifaríkar lausnir í boði.
Gabrielle tók málin í sínar hendur og hóf að þróa nýja tegund að vörum sem áttu það sameiginlegt að vera árangursríkar, öruggar og á viðráðanlegu verði. Vörurnar áttu eftir að hjálpa konum um allan heim að viðhalda unglegri húð og koma í veg fyrir hrukkumyndun á svo ótrúlega einfaldan en jafnframt áhrifaríkan hátt.
Okkur er umhugað um þína húð
Framleiðsla
Gabrielle vildi frá upphafi aðeins vinna með hágæða og árangursdrifnar vörur fyrir Wrinkles Schminkles. Rétt eins og þér, er Wrinkles Schminkles ekki sama hvað fer á húðina okkar né þína.
Fyrirtækið er í 100% ástralskri eigu en Ástralía er þekkt fyrir að vera mjög framarlega á sviði húðumhirðu. Þar eru flestar vörunar framleiddar en sílikonplástrarnir eru hinsvegar framleiddir Bandaríkjunum í FDA (Food and Drug Administration) vottaðri verksmiðju.
Plástrarnir eru gerðir úr 100% hágæða læknasílikoni og eru þeir einu sinnar tegunar.
Wrinkles? Wrinkles Schminkles!