Örnálaplástrar sem eru sjálfuppleysanlegir. Nýstárleg tækni sem skila virkum efnum beint og djúpt inn í húðina sem oft er erfitt fyrir hana að taka upp. Örnálaplástrarnir eru sársaukalaus meðferð sem spýtir kollageni, hýalúrónsýru, koffíni og peptíðum inn í húðina. Innihaldsefnin eru nærandi og rakagefandi fyrir húðina og hafa einnig fyrirbyggjandi áhrif gegn öldrun.
Með 1800 míkrónálum virka örnálaplástrarnir þannig að þeir leysast upp sjálfir og losa virku innihaldsefnin inn í húðlög húðarinnar og hjálpa þannig til við að slétta úr fínum línum og hrukkum.
Plástarnir eru sérstaklega hannaðir til að passa undir augun, í kringum munninn eða á mitt ennið. Míkrónálarnar okkar eru myndaðar úr kristallaðri hýalúrónsýru, koffíni, kollageni og peptíðum. Þessi nýstárlega tækni gerir virku innihaldsefnunum í hverri míkrónál kleift að komast inn í húðþekjuna og leysast upp, fylla og endurnýja frumurnar.
Ekki skal nota neinar húðvörur á tiltekið svæði áður en plástrarnir eru límdir á.
- FYLLING með kollageni: Hjálpar til við að þétta og stinna húðina á sama og það hvetur til meiri teygjanleika hennar.
- RAKI með hýalúrónsýru: Bætir raka og framleiðslu á kollageni í húðinni, berst gegn sindurefnum og viðheldur mýkt.
- STYRKUR með peptíðum: Byggir upp styrk í húðinni, eykur framleiðslu kollagens og vinnur að því að styðja við virkni annarra innihaldsefna.
- LÝSING með koffíni: Styrkir og lýsir húðina, dregur úr hrukkum og sléttir úr sýnilegum fínum línum í húðinni.