Frí heimsending með dropp ef verslað er fyrir 15þúsund!

Frí heimsending ef er verslað yfir 15.000 kr

Handplástur

Handplásturinn hjálpar til að vinna gegn hrukkóttum og þurrum höndum

7.590 kr.

Availability: Á lager

Þurrar og hrukkóttar hendur er vandamál sem mörg okkar þekkja af biturri reynslu. Það er algengt að konur verði fyrst varar við öldrunarmerki á handabakinu enda verður húðin þar fyrir miklu áreiti, sólarljósi, kulda, vindum og meira að segja mengun hefur áhrif.

Handáburður skilar sínu en plástrarnir frá Wrinkles Schminkles hafa sýnt fram á mun betri árangur í þessari baráttu. Þeir styðja þétt við handabakið og hjálpa þannig til við að koma í veg fyrir að húðin krumpist ásamt því að þeir viðhalda raka, örva blóðflæði og auka kollagenframleiðslu húðarinnar.

 

Við mælum með

Þrífið plástrana eftir notkun með Sílikonplástra sápunni okkar. Sápan er sérstaklega hönnuð til þess að leysa upp húðfitu og dauðar húðfrumur sem safnast fyrir í plástrunum án þess að tæra upp límið. Þetta eykur endingartíma plástranna til muna.

Notkun

1. Hreinsið og þurrkið húðina vel. Varist að setja einhverskonar húðvörur á tiltekin svæði

2. Fjarlægið plastfilmu plástursins til að afhjúpa límið

3. Leggið plásturinn á rétt svæði. Límhlið snýr að húð

4. Notið plásturinn yfir nótt til að ná sem bestum árangri eða í 1-2 klukkustundir yfir daginn til að fríska upp á þreytta húð

5. Eftir notkun skal fjarlægja plásturinn varlega af og líma á spjaldið sem fylgir pakkningunni

Innihaldsefni

100% hágæða læknasílikon

Plástrarnir okkar eru gerðir með sömu tækni og læknasílikon sem notað er á skurði eftir aðgerðir.

Galdurinn bakvið læknasílikon er að það gerir húðinni kleift að halda sinni náttúrulegu hæfni og viðhalda raka. Bilið sem myndast á milli plásturs og húðar örvar blóðflæði og eykur kollagenframleiðslu sem stuðlar að heilbrigðari og unglegri húð.

Árangur

Rannsókn var gerð á 92 þátttakendum á aldursbilinu 35-74 ára:

  • 90% upplifðu stinnari húð 
  • 92.1% upplifðu aukinn raka
Shopping Cart

Skráðu þig á póstlista Wrinkles Schminkles og fáðu 10% afslátt af fyrstu pöntun!