InfuseFAST™ Smoothing & Depuffing augnmaskinn gefur góða fyllingu, dregur úr bólgum og þrota ásamt því að vinna í hrukkum og fínum línum í kringum augun á aðeins 15 mínútum. Maskinn inniheldur einstaka blöndu af 24 áhrifaríkum efnum í baráttunni gegn öldrunarmerkjum, dökkum baugum, þrota og þurri húð.
Þessi vinnusami augnmaski er ólíkur flestum öðrum, hann inniheldur nýtt og öflugt efni – MYOXINOL®, sem hamlar staðbundið vöðvasamdrætti og dregur úr hrukkumyndun. MYOXINOL® er náttúrulegt efni sem kemur úr fræjum Hibiscus plöntunnar, efnið er þekkt fyrir að vera sambærilegt bótox án nála!
Kollagenið, peptíðin, virku- og náttúrulegu efnin í maskanum vinna vel saman. Maskinn er einstaklega þægilegur og situr vel á húðinni, einnig er hann 100% niðurbrjótanlegur í náttúrunni innan 8 vikna!
Við mælum með
Að para maskann með Wrinkles augnplástrunum. Plásturinn og maskinn vinna kraftaverk saman. Bestum árangri nærðu þegar þú sefur með plásturinn yfir nótt og setur maskann á þegar þú vaknar. Augnmaskinn er frábær leið til að byrja daginn. Hann gefur þér fyllingu undir augun ásamt því að draga úr þreytumerkjum. Best er að hreinsa húðina eftir nóttina með volgu vatni og setja maskann á, áður en þú setur á þig farða.