Herjaðu á fínar línur og dýpri hrukkur á enninu með 3ja þrepa ennispakkanum! Hann inniheldur 3 vörur sem hámarka árangur þinn að sléttara og ljómandi ennissvæði.
Ennisplásturinn hjálpar þér að ná góðri lyftingu og fyllingu jafnframt því sem hann vinnur gegn hrukkum og fínum línum sem áður voru erfiðar viðureignar. Hvort sem þær koma til vegna öldrunar, endurtekinna andlitshreyfinga eða svefnstöðu þá hjálpar plásturinn til við að minnka og slétta úr hrukkunum. Hann faðmar ennið og hjálpar til við að koma í veg fyrir að það krumpist eða myndi hrukkur. Á sama tíma styður ennisplásturinn við náttúrulega hæfni húðarinnar til að viðhalda raka, örva blóðflæði og auka kollagenframleiðslu.
Morning After Glow er frískandi serum sem hjálpar til við að vinna gegn öldrun húðarinnar.
Serumið inniheldur andoxunarefni og nauðsynlegar fitusýrur sem geta dregið úr fínum línum og hrukkum. Jafnframt stuðlar það að réttu rakajafnvægi, ljóma og þéttleika húðarinnar.
Sílikonplástra sápan er sérstaklega hönnuð til þess að þrífa sílikonplástrana án þess að brjóta niður límið og því er mikilvægt notast ekki við aðrar sápur eða hreinsiefni. Til að viðhalda gæðum og hámarka endingu plástrana er því best að þrífa þá með sápunni okkar a.m.k. einu sinni í viku, eða eins oft og þér þykir þurfa.